Ég hef rétt fyrir mér og aðrir eru fífl!

Í þættinum fjalla ég um hina ríku þörf fyrir að hafa rétt fyrir sér og stundum sama hvað það kostar. Við endurtökum það sem við kunnum nú þegar í stað þess að hlusta og eiga möguleika á því að læra eitthvað nýtt.  Í þættinum kem ég með nokkrar æfingar sem við getum nýtt okkur til að læra að hafa rangt fyrir okkur - já þú last rétt. Því það er svo margt fallegt sem við förum að upplifa þegar við sleppum þörfinni að hafa rétt fyrir okkur.

Om Podcasten

Berglind Guðmundsdóttir, hjúkrunarfræðingur og eigandi vefsíðunnar GulurRauðurGrænn&salt, fjallar um allt það sem kemur okkur nær því markmiði að vera sátt í eigin skinni og láta drauma okkar rætast."Mig langar að búa til öflugt samfélag kvenna þar sem við styrkjumst og þar af leiðandi styrkjum hvor aðra, gerum hluti sem okkur hafði ekki dreymt um að gera, eða okkur hafði dreymt um að gera en hefðu ekki orðið að veruleika. "