Veistu hvað þú vilt...eða bara hvað þú vilt ekki?

Við erum mörg hver sérfræðingar í að vita hvað við viljum ekki, á meðan við  hugsum svo sjaldan um hvað það er sem við virkilega viljum. Niðurstaðan er oft sú að við fáum það sem við viljum ekki - því það er í raun eina planið sem við höfum.

Om Podcasten

Berglind Guðmundsdóttir, hjúkrunarfræðingur og eigandi vefsíðunnar GulurRauðurGrænn&salt, fjallar um allt það sem kemur okkur nær því markmiði að vera sátt í eigin skinni og láta drauma okkar rætast."Mig langar að búa til öflugt samfélag kvenna þar sem við styrkjumst og þar af leiðandi styrkjum hvor aðra, gerum hluti sem okkur hafði ekki dreymt um að gera, eða okkur hafði dreymt um að gera en hefðu ekki orðið að veruleika. "