11. Jósefar og Fingradjöflar

Nýr Morðaforða middari, nýr viðbjóður.Þáttur dagsins er í boði Viking og brögðuðum við morðsystur á ljúfa mandarínu white ale-inum, Hvít Jól. Það þarf ekki að segja annað um það en að við mælum með! Stella fór til hins íðilfagra Hollands og sagði frá morðinu á Nicky Verstappen. Það er mikill tilfinningarússíbani að komast í gegnum það mál en vel þess virði, treystið okkur. Lára smellti sér svo til Bandaríkjanna þar sem viðbjóðurinn er á hverju strái. Það var engin undantekning í þetta skiptið og shit. Joseph Kallinger heitir umræddur vibbi, einnig kallaður The Shoemaker. Lame. Við vonum að þið njótið með okkur, skál kæru morðistar! facebook.com/mordafordi instagram.com/mordafordi  

Om Podcasten

Í Morðaforða hittast tvær morðista vinkonur til að sötra og spjalla um morð.