2. Þáttur. Að byrja að vinna í FIRE markmiði Kolla
Peningakastið - En podcast af Gógó og Kolbrún
Kategorier:
Hvað er FIRE? Hvað þýðir það að vera FIRE? Eigum við ekki aðra kosti en að lifa á milli launaseðla, hvað tekur svo við þegar við erum búin að borga reikningana okkar? Í þessari fjögurra þátta hlaðvarpsseríu Gógóar og Kolbrúnar Söru ætla þær að deila reynslu og þekkingu sinni af því hvað FIRE þýðir fyrir þær og um hvað það snýst að hugsa öðruvísi um fjármál heimilisins. Þær fá til sín tvo viðmælendur sem segja frá sinni reynslu af fjárfestingum hvort heldur það er af íbúðakaupum eða hlutabréfum í gegnum netmiðil. Þeir deila líka með okkur hvað varð til þess að þeir eru komnir á þann stað sem þeir eru. Þessir þættir eru sjálfstæðir og engar styrkveitingar voru fengnar eru eingöngu til gagns og ánægju.