15. Rauða borðið, 8. apríl

Rauða borðið - En podcast af Gunnar Smári Egilsson

Við Rauða borðið setjast hagfræðingarnir Ólafur Margeirsson og Ásgeir Brynjar Torfason. Ég ræddi við þá fyrir viku og síðan hafa efnahagshorfur breyst mikið, sem og hugmyndir manna um hvað það er sem er að skella á. Þeir Ólafur og Ásgeir Brynjar munu lýsa ástandinu og spá í spilin. Að því loknu kemur Jóhann Helgi Heiðdal doktorsnemi í stjórnmálaheimspeki og ræðir um samfélag og stjórnmál Danmerkur á tímum kórónafaraldursins og hvaða áhrif hann getur haft á hugmyndir okkar, stjórnmálabaráttu og valdahlutföll í samfélaginu.