17. Rauða borðið, 10. apríl
Rauða borðið - En podcast af Gunnar Smári Egilsson

Í gær náðu evruríkin samkomulagi um aðgerðir til bjargar þeim svæðum sem verst hafa orðið úti í kórónafaraldrinum og fjármálaráðuneyti Breta sagði Englandsbanka að fjármagna með seðlaprentun aðgerðir breskra stjórnvalda til að mæta faraldrinum og kreppunni sem fylgir. Hvort tveggja eru mikil tíðindi og marka straumhvörf í ríkisfjármálum sem munu hafa áhrif á hvernig stjórnvöld víða um heim munu mæta þessari kreppu og öðrum í framtíðinni. Til að skýra þetta sest Ásgeir Brynjar Torfason hagfræðingur við Rauða borðið á Samstöðinni klukkan átta á föstudaginn langa og ræðir við Gunnar Smára Egilsson.