Áramót á rauðu ljósi
Rauða borðið - En podcast af Gunnar Smári Egilsson

Rauða borð kvöldsins er óvenju veglegt. Það verður rætt um tímamót milli jóla og nýárs; hvaðan komum við og hvert förum við, hvað lærðum við og hvað alls ekki, hverju þurfum við að breyta, hvað að styrkja og hvað nauðsynlega að losna við? Og erum við fólk til þessa, í réttu hugarástandi, með skýra sýn og styrka hönd? Eða tilheyrum við kexruglaðri menningu og samfélagi sem er óhæft til að skynja aðalatriði nokkurs máls?