Ingimar Ingimarsson: Upphaf Pútíns

Rauða borðið - En podcast af Gunnar Smári Egilsson

Ingimar Ingimarsson arkitekt stundaði viðskipti í Leningrad eftir hrun Sovét, eins og Pétursborg hét þá. Sá sem stýrði þessari starfsemi var Vladimir Pútín, sem Ingimar hitti oft bæði í selskap og vegna viðskipta. Pútín og klíkan í kringum hann náði síðar völdum í Rússlandi og stjórna landinu nú eins og þeir stýrðu glæpaklíkunni fyrir þrjátíu árum. Ingimar segir okkur þessa sögu við Rauða borðið í kvöld.