Rauða borðið, 10. júní
Rauða borðið - En podcast af Gunnar Smári Egilsson

Miðvikudagar eru Rauðsokkadagar við Rauða borðið og þá er rætt um kvennabaráttu á tímum kóróna og kreppu, upplausnar og umróts. Í kvöld koma að samtalinu Anna Ólafsdóttir Björnsson, tölvunar- og sagnfræðingur og fyrrum þingkona Kvennalistans; Drífa Snædal, forseti Alþýðusambands Ísland; Helga Þórey Jónsdóttir, kennari og doktorsnemi í menningarfræðum; María Lilja Þrastardóttir Kemp, dagskrárgerðar -og fjölmiðlakona og stofnandi druslugöngunnar; Steinunn Ólína Hafliðadóttir, myndlistarkona og femínskur aðgerðasinni og Þórhildur Þorleifsdóttir, leikstjóri og ein af stofnendum Kvennaframboðs og Kvennalista. Er kvennabaráttan að endurnýja verkalýðsbaráttuna? Er stéttabaráttan að endurnýja kvennabaráttuna? Getur kvennabaráttan lagað önnur sístem, stofnanir og kerfi? Mun kreppan styrkja feðraveldið eða fella, mýkja eða herða?