Rauða borðið, 11. maí
Rauða borðið - En podcast af Gunnar Smári Egilsson

Við Rauða borðið í kvöld setjast Pontus Järvstad, doktorsnemi og aktivisti, Jón Gísli Harðarson, rafvirki sem tók þátt í framboði ungs fólks til sveitastjórnar í Rangárþingi eystra, Andrés Ingi Jónsson, þingmaður sem gekk úr VG, og Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. Umræðuefni kvöldsins er alþýðustjórnmál; hvað getur fólk gert til að hafa áhrif á samfélagið? Duga mótmæli vel? Er hægt að ná árangri með starfi í stjórnmálaflokkum eða með því að stofna ný framboð? Með starfi í verkalýðshreyfingunni eða öðrum skipulögðum almannasamtökum? Með því að rífa kjaft eða vera kurteis? Getum við breytt nærumhverfinu, stöðu okkar hóps eða getum við bjargað heiminum?