Rauða borðið, 13. maí

Rauða borðið - En podcast af Gunnar Smári Egilsson

Við Rauða borðið í kvöld setjast nokkrar konur og ræða kvennabaráttu á tímum kóróna og yfirvofandi kreppu. Þær eru Elísabet Ýr Atladóttir, Gerður G. Óskarsdóttir, Hildur Lilliendahl Viggósdóttir, Kolbrún Birna Hallgrímsdóttir Bachmann, María Lilja Þrastardóttir Kemp, Steinunn Rögnvaldsdóttir, Þorbera Fjölnisdóttir og Þórhildur Þorleifsdóttir, sem allar hafa tekið þátt í kvennabaráttu með einum eða öðrum hætti yfir langt tímabil. Mun kreppan efla kvennabaráttuna eða draga mátt úr femínismanum? Hefur kórónafaraldurinn og tilheyrandi sóttvarnir bitnað harðar á konum og mun kreppan gera það líka? Þessu og miklu fleiru munu konurnar svara í kvöld.