Rauða borðið, 14. maí
Rauða borðið - En podcast af Gunnar Smári Egilsson

Við Rauða borðið í kvöld setjast Drífa Snædal , forseti ASÍ, og Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambandsins, og ræða það sem miðstjórn Alþýðusambandsins kallar réttu leiðina frá kreppu til lífsgæða. Hvað er ólíkt með greiningu og aðgerðum ASÍ og ríkisstjórnarinnar? Og mun einhver hlusta á ASÍ, mun ríkisstjórnin ekki móta aðgerðir sínar í samvinnu með hagsmunasamtökum fyrirtækja- og fjármagnseigenda. Síðan munu koma að Rauða borðinu ungt fólk og ræða kóróna og kreppuna og áhrif þessa á hugmyndir, samfélag og stjórnmálin: Linus Orri Gunnarsson Cederborg, trésmiður og músikant, Karl Ólafur Hallbjörnsson heimspekinemi, Sanna Magdalena Mörtudóttir borgarfulltrúi og Benjamín Julian, samskiptafulltrúi hjá Eflingu stéttarfélagi.