Rauða borðið, 16. júní

Rauða borðið - En podcast af Gunnar Smári Egilsson

Við Rauða borðið í kvöld setjast ungar konur og ræða um hvernig íslenskt samfélag blasir við þeim sem eiga ættir að rekja til fjarlægra landa, í tilefni þess á að morgun er 17. júní, dagurinn sem ráðafólk talar gjarnan um sameiginlega sögu, tungu og samfélag. Við borðið setjast: Donna Cruz, samfélagsmiðlastjarna og leikkona Sema Erla Serdar, pólitískur aktívisti og stofnandi Solaris, hjálparsamtaka fyrir hælisleitendur og flóttafólk Diana Rós Breckmann Jónatansdóttir stílisti Magdalena Kwiatkowska, starfsmaður Eflingar Miriam Petra Ómarsdóttir Awad, sem nýverið lauk við nám í hnattrænum fræðum með ritgerðinni Hvenær er maður eig­in­lega orðinn Íslend­ing­ur? Kristín Ósk Wium Hjartardóttir, starfsmaður Verkalýðsfélags Keflavíkur; og Kristbjörg Eva Andersen Ramos háskólanemi. Í forföllum Gunnar Smára Egilssonar, sem séð hefur um Rauða borðið, tekur Lóa Björk Björnsdóttir, uppistandari og útvarspkona, á móti konunum og leiðir samtalið. Hvernig er að vera öðruvísi á Íslandi í dag? Er pláss fyrir alla þegar talað er um okkur Íslendinga? Hvernig lítur íslenskt samfélag út frá þeim sem eiga rætur sem langt annað og sem líta ekki út fyrir að vera úr ættaðar úr Þingeyjarsýslunum