Rauða borðið, 18. júní

Rauða borðið - En podcast af Gunnar Smári Egilsson

Að Rauða borðinu í kvöld kemur Ingi Þór Hafdísarson stýrimaður og segir frá uppreisninni á Berglín, en áhöfnin þar sætti sig ekki við einhliða lækkun útgerðarinnar á fiskverði og sigldi togaranum tómum í höfn. Er þetta upphaf uppreisnar sjómanna gegn ægivaldi útgerðarinnar eða verður uppreisnin á Berglín kveðin niður og áhöfnin rekin. Síðan koma að borðinu sviðslista- og tónlistarfólk og ræðir hvernig kórónafaraldurinn og kreppan hefur leikið sviðslistir og hvort kreppan breyti listinni. Að Rauða borðinu koma tónlistarkonurnar Katla Vigdís, í hljómsveitinni Between Mountains; og Bryndís Jónatansdóttir aka söngskáldið Febrúar; og sviðslistafólkið Nína Hjálmarsdóttir gjörninga- og sviðslistakona, Stefán Ingvar Vigfússon sviðshöfundur og grínisti og Andrea Vilhjálmsdóttir sviðshöfundur og dramatúrg.sviðshöfundur og grínisti og Andrea Vilhjálmsdóttir leikstjóri.