Rauða borðið, 18. maí
Rauða borðið - En podcast af Gunnar Smári Egilsson

Hættum allri sjálfsblekkingu: Óáreittir munu flestir stórir fjárfestar láta sér reisn þeirra sem leggja til vinnuaflið í léttu rúmi liggja og þeir munu ekki leiða baráttuna gegn umhverfishamförum. Við höfum annan valkost: Lýðræðisvæðum fyrirtæki, afmarkaðsvæðum vinnu, hættum að meðhöndla manneskjur sem auðlind og einbeitum okkur saman að því að viðhalda lífi á Jörðinni. Svona endar yfirlýsing sem þrjú þúsund háskólaborgarar um víðan heim sendu frá sér fyrir helgi. Við ræðum innihald þessarar yfirlýsingar við Rauða borðið í kvöld við nokkur þeirra sem skrifuðu undir; þau eru: Eyja Brynjarsdóttir heimspekingur, Íris Ellenberger sagnfræðingur, Gyða Margrét Pétursdóttir kynjafræðingur, Ólafur Páll Jónsson heimspekingur og Silja Bára Ómarsdóttir stjórnmálafræðingur, öll við Háskóla Íslands og Elmar Geir Unnsteinsson heimspekingur við University College í Dyflinni.