Rauða borðið, 21. maí
Rauða borðið - En podcast af Gunnar Smári Egilsson

Við Rauða borðið í kvöld sest stjórnmálafólk sem allt á það sameiginlegt að starfa á sveitarstjórnarstiginu sem fulltrúar lista sem ekki tilheyra hinu formlega flokkakerfi landsins. Þetta eru Christiane Leonor Bahner (x-L listi óháðra í Rangárþingi eystra), Guðmundur Egill Erlendsson (x-Ð Við öll á Skagaströnd), Hildur Þórisdóttir (x-L Seyðisfjarðarlistinn), Kristjana Sigurðardóttir (x-L Héraðslistinn), Arna Lára Jónsdóttir (x-Í Ísafjarðarlistinn) og Ingibjörg Guðlaug Jónsdóttir (x-I Betri Fjallabyggð). Þau munu ræða stjórnmálaþátttöku í nærsamfélaginu; valdið í þorpinu, hverfinu, bænum, landshlutanum og kjördæminu; um hvort landsbyggðarstjórnmálin þurfi endurnýjun; hvort stjórnmálin yfir höfuð þurfi endurnýjun og svo auðvitað um kórónakreppuna og hvernig hún mun leggjast á byggðirnar.