Rauða borðið, 22. maí

Rauða borðið - En podcast af Gunnar Smári Egilsson

Að Rauða borðinu í kvöld koma hagfræðingarnir Ólafur Margeirsson, Guðrún Johnsen og Ásgeir Brynjar Torfason. Þau munu ræða 1% stýrivexti Seðlabankans, forsendur þeirrar lækkunar og áhrif; erfðafjárskatt sem hagstjórnartæki í tilefni af fyrir fram greiddum arfi innan Samherjafjölskyldunnar; hlutafjárútboð Icelandair og það sem því fylgir (lækkun launa, skuldum breytt í hlutafé, eldra hlutafé fært niður, tap lífeyrissjóða o.s.frv.); risa styrktarsjóð Evrópusambandsins ef áætlun þeirra Macron og Merkel gengur eftir (tæplega 80 þúsund milljarðar íslenskra króna); og fleira. Síðan mætir Þorleifur Friðriksson sagnfræðingur við Rauða borðið og ræðir um stöðu verkalýðshreyfingarinnar í sögulegu ljósi, samspil kvennahreyfingarinnar og verkalýðsbaráttu, tilraunir fyrirtækjaeigenda og ríkisvaldsins til að brjóta niður samtakamátt verkalýðsins og margt annað.