Rauða borðið, 24. júní

Rauða borðið - En podcast af Gunnar Smári Egilsson

Við Rauða borðið í kvöld setjast þau Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, Halldór Armand Ásgeirsson rithöfundur, Auður Önnu Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Landverndar, Jóhann Páll Jóhannsson blaðamaður og Ásgeir Brynjar Torfason hagfræðingur. Þau ætla að greina ástandið; hverskonar kreppa verður þetta sem Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn segir nú að verði dýpri en reiknað var með; hvers konar átök eru fram undan þegar kreppan fer að bíta; hvers konar aðgerðir eru það sem ríkisstjórnin hefur kynnt en sem fæstar eru komnar til framkvæmdar; hvers konar samfélag kemur út úr kreppunni; grænna eða ólífvænlegra, réttlátara eða byggt á enn meiri ójöfnuði, með sterkari sátt eða meiri félagslegri upplausn? Svörin við þessu liggja fyrir í kvöld.