Rauða borðið, 25. maí
Rauða borðið - En podcast af Gunnar Smári Egilsson

Við Rauða borðið í kvöld verður rætt um umhverfismál og kreppu; spurt hvort kreppan ýti umhverfis- og loftslagsmálum aftur fyrir viðreisn atvinnu- og efnahagslífsins eða hvort þetta sé þvert á móti kreppan þar sem umhverfismál muni marka allar aðgerðir sem byggja munu upp samfélagið handa kreppu. Eða eigum við kannski að venja okkur við kreppuna, er hún góð? Mun lokun hagkerfa vegna kórónafaraldursins sanna að hægt sé að bregðast við loftslagsvánni með sama hætti eða þykir sú ógn ekki enn nógu yfirvofandi? Til að velta þessu fyrir sér, svara og spjalla setjast við Rauða borðið þau Oddný Eir Ævarsdóttir rithöfundur, Kristín Vala Ragnarsdóttir jarðfræðingur, Björn Þorsteinsson heimspekingur, Hjalti Hrafn Hafþórsson heimspekingur og Ólafur Margeirsson hagfræðingur. Öll hafa þau fjallað um umhverfis- og loftslagsmál, sjálfbærni og átökin milli hagvaxtar og náttúrugæða.