Rauða borðið, 3. júní
Rauða borðið - En podcast af Gunnar Smári Egilsson

Miðvikudagar eru rauðsokkudagar við Rauða borðið, þá ræðum við kvennabaráttu á krepputímum; hvort kreppan muni kæfa kvennabaráttuna eða kveikja enn frekar upp í henni. Í dag setjast við Rauða borðið og ræða þetta þær Áa Einarsdóttir, mannfræðingur, heimildamyndakona og framkvæmdastýra Stelpur rokka!; Helga Þórey Jónsdóttir, kennari og doktorsnemi í menningarfræðum; Helga Lind Mar, framkvæmdastýra Stúdentaráðs og fyrrum skipuleggjandi druslugöngunnar; Kristín Ástgeirsdóttir, sagnfræðingur og ein af stofnendum Kvennaframboðs og Kvennalista; Kristín Jónsdóttir, Parísardaman sem er ein af aðstandendum femínska vefritsins Knúz og Sóley Tómasdóttir, kynja- og fjölbreytileikaráðgjafi. Í síðasta þætti enduðum við á að ræða stéttabaráttu og kvennabaráttu og tengslin þar á milli og byrjum þar í dag, en siðan leiðir samtalið okkur víða um feðraveldið og nærliggjandi sveitir.