Rauða borðið, 5. maí
Rauða borðið - En podcast af Gunnar Smári Egilsson

Við rauða borðið í kvöld setjast Halldór Armand Ásgeirsson, rit- og pistlahöfundur, Auður Magndís Auðardóttir, doktorsnemi í félagsfræði menntunar, Unnur María Máney Bergsveinsdóttir, sagnfræðingur og sirkuskona, og Jóhann Helgi Heiðdal, doktorsnemi í stjórnmálaheimspeki, og ræða kóróna, kreppuna og kapítalismann, hvort við séum öll í sama bát, í sama vanda og hvort við stefnum öll í sömu átt. Og annað sem tilheyrir hinum spennandi tímum sem við erum svo óheppin að fá í hausinn.