Rauða borðið, 8. maí
Rauða borðið - En podcast af Gunnar Smári Egilsson

Við Rauða borðið í kvöld setjast hagfræðingarnir Ásgeir Brynjar Torfason, Guðrún Johnsen og Ólafur Margeirsson og ræða hvert eigi að senda reikninginn fyrir björgunaraðgerðum ríkisins. Og hvort eigi að senda hann. Líka áhrif niðurskurðarstefnu ríkissjóða á samfélögin eftir Hrunið 2008 og hvort almenningur geti búist við slíku næstu árin. Síðan sest Stefán Ólafsson prófessor við borðið og ræðir niðurskurðarstefnu nýfrjálshyggjunnar á tíunda áratugnum og fram að Hruni 2008, hvernig hún birtist og hvaða afleiðingar hún hafði á lífskjör almennings. Stefán ræðir einnig aðgerðir stjórnvalda eftir Hrun, hvað af þeim var í anda niðurskurðarstefnunnar og hvað ekki, og spáir í framtíðina; á hverju sé von þegar ríkissjóður hefur verið rekinn með 300-400 milljarða halla.