Er X.com útpælt hjá Elon Musk eða ekki, hvernig kaupir maður fyrirtæki með vini sínum

>>> Er X.com útpælt hjá Elon Musk eða ekki, hvernig kaupir maður fyrirtæki með vini sínum <<< Steinar Þór Ólafsson og Arnar Freyr Magnússon komu í Ræðum það… og fóru yfir eigin kaup á steinsmiðjunni Rein. Einnig var rætt um: - Starfsframann og hvort það sé öruggara val að feta einstigið sem stjórnandi eða vera í eigin rekstri - Hvort sé álitið flottara og hvort sé líklegra til árangurs, að kaupa fyrirtæki eða stofna sprotafyrirtæki - Reynslu Steinars af því að vinna sig upp metorðastigann sem stjórnandi í Borgartúni - Muninn á því að fjármagna kaup á fyrirtæki á Íslandi og í Bandaríkjunum - Hvernig Arnar og Steinar fjármögnuðu kaupin á Rein og hversu stóran hlut hver heldur á - Hvað hver og einn starfsmaður fyrirtækis kostar í raun - Hvort munur sé á viðhorfi stjórnmálaflokka til atvinnulífsins eða hvort litlu skipti hver sé við völd - Hindranir fyrir þau sem vilja stofna fyrirtæki, ekki síst innflytjendur sem hafa fáar aðrar leiðir til að skapa sér aukna velsæld - Stærðaróhagkvæmnin á Íslandi, samkeppni innanlands og utan og læsi almennings á hagnaðartölur fyrirtækja - Afhverju mörg íslensk fyrirtæki skiluðu góðum hagnaði árið 2021 - Hversu mikill hluti landsmanna vinni hjá smærri fyrirtækjum eða örfyrirtækjum - Afhverju Arnar og Steinar eru að miðla ferlinu við að kaupa og reka fyrirtæki - Afhverju stofnendur og fjölskyldur þeirra vilja oftast of hátt verð til að selja fyrirtækið sitt - Hvernig sjálfstæðir atvinnurekendur eru eiginlega aldrei í fríi en eru á móti sinn eigin herra - Hversu erfitt er að eignast vini eftir þrítugt Stef: Ræðum það - Dire & Nolem Nefnt í þættinum: Alex Hormozi: https://www.youtube.com/@AlexHormozi Small Business Administration: https://www.sba.gov/ Traction: https://www.amazon.com/Traction-Get-Grip-Your-Business/dp/1936661845/ Alfa framtak: https://www.alfaframtak.is/ Buy and build: https://www.amazon.com/Buy-Then-Build-Acquisition-Entrepreneurs-ebook/dp/B07JKM2F5Q Steinsmiðjan Rein: https://www.rein.is/

Om Podcasten

Umræðuþáttur um: - Stjórnun og samskipti - Viðskipti og efnahagsmál - Stjórnmál og samfélagsmál