Selenskí til Íslands með kafbáti? Er fólk ekki að fatta hversu stór fundur þetta verður?

Er fundurinn í Hörpu stærri viðburður en fundur Reagans og Gorbachev í Höfða? Hvernig kemur Selenskí til fundarins og tengist ný lendingarheimild kafbáta við strendur landsins því eitthvað? Enn stækkar Samfylkingin í könnunum en mun það endast? 28 mánuðir eru til kosninga og margt á eftir að gerast. Er einlæga og krúttlega X-kynslóðin búin að taka við í viðskiptalífinu? Gerbreytt mynd blasir við okkur í kauphöllinni þar sem 68-kynslóðin réði ríkjum áður, rétt eins og hún gerði í stjórnmálunum. Geta millennials eitthvað látið að sér kveða á Alþingi eða er þeirra stjórnmálaafstaða of húðuð með íróníu? Þetta og margt fleira í nýjasta þætti af ‘Ræðum það...’ Gestir: Karítas Ríkharðsdóttir samskiptasérfræðingur og Kolbeinn Marteinsson almannatengill og framkvæmdastjóri Athyglis. Stjórnandi: Andrés Jónsson

Om Podcasten

Umræðuþáttur um: - Stjórnun og samskipti - Viðskipti og efnahagsmál - Stjórnmál og samfélagsmál