Loftlagsáhrif á byggðir landsins, pönk í Kóp, málfar og safn

Ragnhildur Friðriksdóttir sérfræðingur hjá Byggðastofnun: Ættu og ætla byggðir landsins að búa sig undir loftlagsbreytingar? Hvaða áhrif hefur loftlagsváin á þéttbýli Íslands? Hagsmunaaðilar hafa komið saman og skoðað hvernig aðlaga má innviði okkar, atvinnuvegi og samfélög að því sem vænta má. Við gerðum okkur ferð suður í Kópavog í morgun og hittum þar einn af kyndilberum pönks á Íslandi, Gunnar Lárus Hjálmarsson; Dr. Gunna. Hann mun leiða göngu á miðvikudaginn næsta um slóðir pönksins í Kópavogi. Hann rekur fyrir okkur pönksöguna. Málfarsmínúta Helga Lára Þorsteinsdóttir, safnstjóri RÚV: úr safni rúv fannst gamall bútur úr síðdegisþætti frá fyrstu árum Rásar 2, þar sem Margrét Blöndal og Broddi Broddason áttu sviðið.

Om Podcasten

Upplýst og gagnrýnin umræða um samfélagsmál. Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Guðmundur Pálsson.