Skólp, vistvottað hverfi og islenskur málstaðall

Nú er verið að skipta um síur í skólphreinsistöðinni við Klettagarða og það er ekkert áhlaupaverk. Við heimsækjum hreinsistöðina og spjöllum við Pál Ragnar Pálsson hjá Veitum um þetta verkefni og spyrjum hann út í kerfin sem taka við, hreinsa og dæla burt skólpi. Urriðaholt í Garðabæ er fyrsta vistvottaða hverfið á Íslandi, þar voru innleiddar svokallaðar blágrænar ofanvatnslausnir, sem viðhalda þá vatni og lífríki hins fagra Urriðavatns sem er þarna rétt við. Það eru um hálfur annar áratugur síðan uppbygging þarna hófst og við ætlum að fara yfir skilvirkni þessara innviða, reynslu og áskoranir með Hrund Ólöf Andradóttur prófessor í umhverfisverkfræði sem hefur leitt rannsóknir á hverfinu. Svo fáum við málfarsspjall í dag, ekki málfarsmínútu - það þarf lengri tíma til að velta fyrir sér íslenskum málstaðli og hvort eigi að breyta honum, og hverjir eigi að gera það og þá hvernig - við fáum málfarsráðunaut RÚV, Önnu Sigríði Þráinsdóttur og Eirík Rögnvaldsson prófessor emiritus til okkar en þau leiða umræður um þetta hitamál á fræðakvöldi í neskirkju í kvöld.

Om Podcasten

Upplýst og gagnrýnin umræða um samfélagsmál. Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Guðmundur Pálsson.