Útrýming riðu, fækkun máva, málfar og vísindaspjall

Vonin um að útrýma eða takmarka verulega tilfelli riðu í sauðfé hér á landi hefur aukist mjög eftir að verndandi arfgerðir fundust í fé hér á landi. En hvernig er það gert? Eyþór Einarsson ráðunautur hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins ætlar að segja okkur allt um málið. Mávar eiga undir högg að sækja á höfuðborgarsvæðinu, Garðbæingar vilja stinga á eggin þeirra og í borgarstjórn hefur verið lögð fram tillaga um fækka þeim. Við ætlum nálgast þetta efni á heimspekilegu nótunum í þætti dagsins, ræðum við Ólaf Pál Jónsson heimspeking um tegundahyggju, tilvistarrétt, sambýli manna og dýra og það hvort það sé rangt að þykja mávurinn kannski bara vera ljótur og leiðinlegur fugl. Málfarsmínútan verður á sínum stað og svo kemur Edda Olgudóttir til okkar í vikulegt vísindaspjall.

Om Podcasten

Upplýst og gagnrýnin umræða um samfélagsmál. Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Guðmundur Pálsson.