Að starfa með öðrum - Haukur

Í þessum öðrum þætti spjalla ég við fyrsta viðmælenda Skrauts Bakkusar. Það kom aldrei neinn annar til greina en Haukur í þetta fyrsta spjall. Haukur Guðberg Einarsson byrjaði ungur að drekka og má segja að hann hafi drukkið fótboltadrauminn frá sér. Hann  spilað landsleik með yngri landsliði Ísland og skoraði eina mark íslands í þeim leik en hann hafði tekið alvöru djamm  og drukkið vel daginn fyrir þann leik. Hann valdi það að fara á sjóinn í stað fótboltans og varð á endanum afar farsæll skipstjóri. Það hafa ófáir fengið hjálp frá Hauki Einars enda réttir hann alltaf út hjálparhönd ef einhver þarf á henni að halda. Hann hefur stutt félaga í gegnum súrt og sætt og horft á þá öðlast nýtt líf. Hann hefur líka horft á eftir föllnum félaga og borið kistuna til grafar. Mjög holt og gott spjall við Hauk Guðberg Einarsson sem óhætt er hægt að mæla með. Guð gefi mér æðruleysi, til að sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt,kjark til að breyta því sem ég get breytt, og vit til að greina þar á milli 🙏

Om Podcasten

Hugsunin á bak við þetta hlaðvarp ( Podcast ) er að ræða alkóhólismann og öllum þeim ólíku vinklum sem honum tengist. Sjálfur er ég alkóhólisti sem tók minn síðasta drykk árið 2009. Ég er alls ekki sérfræðingur um sjúkdóminn en ég þekki af eigin reynslu hversu öflugur og lævís þessi sjúkdómur er. Af þessari reynslu hef ég lært að þekkja muninn á góðum bata og slæmum bata. Í þessum þáttum sest ég niður með sjálfum mér og öðrum, spjalla um sjúkdóminn og allt það sem honum fylgir. Stóra markmiðið er að aðrir alkóhólistar/fíklar og aðstandendur finni hér einhverja tengingu sem gæti hjálpað.