Augu Kókaíns - Hilmar

Gestur minn að þessu sinni heitir Hilmar Garðasson. Hilmar fer yfir sögu sína sem er svo sannarlega þyrnum stráð. Hann fer yfir það með mér hvernig alkóhólisminn greip hann strax frá fyrsta sopa og hvernig hans fíkn þróaðist hratt alveg frá þessum fyrsta sopa áfengis yfir í aðra vímugjafa. Bakslag er eitthvað sem mörg okkar kannast við. Það er því mjög áhugavert þegar hann talar um sín bakslög, hvað það var sem er sameiginlegt við undanfara þeirra og hvað einkennir batann á bakvið hverja edrúgöngu hans. Hilmar er tónlistarmaður þannig að það lá beint við að kafa aðeins ofan í list og sköpun. Eitt af hans lögum heitir MR. Codein sem hefur einmitt verið valið lag vikunnar hér í Skrauti Bakkusar. Hann fer yfir söguna á bak við það lag ásamt því að velja lag vikunnar sem hefur gert mikið fyrir hann í núvarandi bata. Nafn þáttarins, Augu kókaíns,  á einmitt rætur sínar að rekja í hans lag vikunnar og hvernig það tengist hans neyslusögu. Frábært spjall við einstakling sem talar af mikilli auðmýkt og heiðarleika 🙏Hilmar er einn af oss Guð gefi mér æðruleysi, til að sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt,kjark til að breyta því sem ég get breytt, og vit til að greina þar á milli 🙏

Om Podcasten

Hugsunin á bak við þetta hlaðvarp ( Podcast ) er að ræða alkóhólismann og öllum þeim ólíku vinklum sem honum tengist. Sjálfur er ég alkóhólisti sem tók minn síðasta drykk árið 2009. Ég er alls ekki sérfræðingur um sjúkdóminn en ég þekki af eigin reynslu hversu öflugur og lævís þessi sjúkdómur er. Af þessari reynslu hef ég lært að þekkja muninn á góðum bata og slæmum bata. Í þessum þáttum sest ég niður með sjálfum mér og öðrum, spjalla um sjúkdóminn og allt það sem honum fylgir. Stóra markmiðið er að aðrir alkóhólistar/fíklar og aðstandendur finni hér einhverja tengingu sem gæti hjálpað.