Edrúlífið - Pálmi

Í dag heyri ég í fastagesti þáttarins honum Pálma Fannari. Pálmi Fannar hefur undanfarin ár haldið utan um og séð um Edrúlífið á Djúpavogi. Edrúlífið er í dag stór viðburður á Hammond tónlistahátið á Djúpavogi. Pálmi fer með mér í gegnum það hvernig hann byrjaði Edrúlífið og hvernig þessi hugmynd, sem hann fékk einn góðan veðurdag  á sjónum, þróaðist yfir í þennan stóra viðburð sem helgaður er lífi án áfengis og vímuefna. Mjög þekktir einstaklingar hafa stigið á stokk í Edrúlífinu eins og Steinunn Ólína, Hr Hnetusmjör, Beggi í Sóldögg, Þorkell Máni og fleira gott fólk. Þar hafa þessir einstaklingar komið fram í kirkjunni á Djúpavogi og farið yfir sínar sögur og  líf þeirra án áfengis og vímuefna.  Pámi tekur okkur í gegnum kynni sín við gestina í gegnum tíðina ásamt því að kynna til leiks gesti Edrúlífsins í ár sem eru Dóra Jóhannsdóttir leikari og leikstjóri áramótaskaupsins, og Addi í Sólstöfum. Að sjálfsögðu fer spjallið um víðan veg þar sem alkóhólisminn er aðalþema eins og alltaf um borð í Skrauti Bakkusar. Edrúlífið í ár er laugardaginn 22.apríl, í Djúpavogskirkju kl 13:00 og eru að sjálfsögðu allir velkomnir. Góðar stundir 🙏Guð gefi mér æðruleysi, til að sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt,kjark til að breyta því sem ég get breytt, og vit til að greina þar á milli 🙏

Om Podcasten

Hugsunin á bak við þetta hlaðvarp ( Podcast ) er að ræða alkóhólismann og öllum þeim ólíku vinklum sem honum tengist. Sjálfur er ég alkóhólisti sem tók minn síðasta drykk árið 2009. Ég er alls ekki sérfræðingur um sjúkdóminn en ég þekki af eigin reynslu hversu öflugur og lævís þessi sjúkdómur er. Af þessari reynslu hef ég lært að þekkja muninn á góðum bata og slæmum bata. Í þessum þáttum sest ég niður með sjálfum mér og öðrum, spjalla um sjúkdóminn og allt það sem honum fylgir. Stóra markmiðið er að aðrir alkóhólistar/fíklar og aðstandendur finni hér einhverja tengingu sem gæti hjálpað.