Nýtt upphaf

Jæja þá hefjum við leik að nýju. Með þessum þætti keyrum við Pálmi aðra seríu Skrauts Bakkusar í gang. Við förum hér saman yfir það sem þetta podcast snýst um. Eftir sem áður er aðal efni Skraut Bakkusar alkóhólismi í allri sinni mynd. Mér finnst það mikilvægt að það komi fram að ég er ekki sérfræðingur í þessum fræðum heldur er ég fyrst og síðast alkóhólisti í bata. Ég set þetta áfram upp þannig að ég sé að læra af öðrum en á sama tíma geti hugsanlega aðrir gert það líka. Í þessum þætti ræðum við Pálmi um það hvernig við sjáum þetta fyrir okkur og hversu mikilvæg þessi vinna er fyrir einstaklinga eins og okkur sem finna kraftinn í öðrum alkóhólistum. Min einlæga von er að einhverjir tengi og fái eitthvað út úr þessu. Nákvæmlega sú von er hreinlega drifkraftur Skrauts Bakkusar. Guð gefi mér æðruleysi, til að sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt,kjark til að breyta því sem ég get breytt, og vit til að greina þar á milli 🙏

Om Podcasten

Hugsunin á bak við þetta hlaðvarp ( Podcast ) er að ræða alkóhólismann og öllum þeim ólíku vinklum sem honum tengist. Sjálfur er ég alkóhólisti sem tók minn síðasta drykk árið 2009. Ég er alls ekki sérfræðingur um sjúkdóminn en ég þekki af eigin reynslu hversu öflugur og lævís þessi sjúkdómur er. Af þessari reynslu hef ég lært að þekkja muninn á góðum bata og slæmum bata. Í þessum þáttum sest ég niður með sjálfum mér og öðrum, spjalla um sjúkdóminn og allt það sem honum fylgir. Stóra markmiðið er að aðrir alkóhólistar/fíklar og aðstandendur finni hér einhverja tengingu sem gæti hjálpað.