Sagan mín - Óli Stefán

Í þessum fyrsta þætti kynni ég  inn hvað það er sem ég er að gera með þessu verkefni mínu. Ég fer yfir söguna mína og dreg fram í dagsljósið fortíðardraugana og þá leið sem þeir fóru með mig á. Af hverju er mikilvægt að horfast í augu við draugana  þegar við ætlum okkur að fara skrefin í átt að nýju og betra lífi? Það er líklega mikilvægur lærdómur í því að það tók mig tólf ár að byrja vinnuna í edrúmennksunni. Tólf ár á hnefanum eru tólf ár í órækt. Ég er alls ekki sérfræðingur í edrúmennsku eða þá hvernig á að vera edrú. Ég hef hins vegar fundið leið sem hjálpar mér mikið og þetta verkefni er hluti af þeirri leið. "Ég er ekki hér af því að ég er betri en þið, heldur er ég hér af því að ég er verri"Russel BrandGuð gefi mér æðruleysi, til að sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt,kjark til að breyta því sem ég get breytt, og vit til að greina þar á milli 🙏

Om Podcasten

Hugsunin á bak við þetta hlaðvarp ( Podcast ) er að ræða alkóhólismann og öllum þeim ólíku vinklum sem honum tengist. Sjálfur er ég alkóhólisti sem tók minn síðasta drykk árið 2009. Ég er alls ekki sérfræðingur um sjúkdóminn en ég þekki af eigin reynslu hversu öflugur og lævís þessi sjúkdómur er. Af þessari reynslu hef ég lært að þekkja muninn á góðum bata og slæmum bata. Í þessum þáttum sest ég niður með sjálfum mér og öðrum, spjalla um sjúkdóminn og allt það sem honum fylgir. Stóra markmiðið er að aðrir alkóhólistar/fíklar og aðstandendur finni hér einhverja tengingu sem gæti hjálpað.