Þunglyndið, botninn og upprisan - Einar Dagbjarts

Í þessum fjórða þætti kynnumst við honum Einari Dagbjartsyni flugstjóra. Einar er afskaplega  skemmtilegur náungi. Í afar einlægu og heiðarlegu spjalli  fer hann yfir baráttuna við alkóhólismann, þunglyndið i sem dró hann niður í myrkrið svarta og svo upprisuna og þá rækt sem hann leggur í batann í dag.  Sagan er okkur hinum ekkert nema frábær hvatning og minnir okkur á að alkóhólisminn fer svo sannarlega ekki í manngreinarálit. Guð gefi mér æðruleysi, til að sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt,kjark til að breyta því sem ég get breytt, og vit til að greina þar á milli 🙏

Om Podcasten

Hugsunin á bak við þetta hlaðvarp ( Podcast ) er að ræða alkóhólismann og öllum þeim ólíku vinklum sem honum tengist. Sjálfur er ég alkóhólisti sem tók minn síðasta drykk árið 2009. Ég er alls ekki sérfræðingur um sjúkdóminn en ég þekki af eigin reynslu hversu öflugur og lævís þessi sjúkdómur er. Af þessari reynslu hef ég lært að þekkja muninn á góðum bata og slæmum bata. Í þessum þáttum sest ég niður með sjálfum mér og öðrum, spjalla um sjúkdóminn og allt það sem honum fylgir. Stóra markmiðið er að aðrir alkóhólistar/fíklar og aðstandendur finni hér einhverja tengingu sem gæti hjálpað.