Uppgjör - Óli Stefán

Þessi þáttur er settur upp á annan hátt en aðrir þættir af einni ástæðu og ástæðan er sú að þetta verður síðasti þátturinn í season 1 hjá mér. Þessi þáttur fer því í það að gera upp þetta fyrsta season. Þetta er þrítugasti þáttur Skrauts Bakkusar og í gegnum þessa þrjátíu þætti hafa margir gestir komið og gefið mér sögu sína.  Af öllum gestum þáttarins hef ég lært eitthvað og ég fer aðeins yfir það í þessum uppgjörsþætti. Ég fer yfir það hvað hefur breyst hjá mér í gegnum þessar þrjátíu vikur, hvernig batinn hefur þróast og hvað er í dag mikilvægt fyrir mig til þess að verða stoltur þakklátur alkóhólisti í bata. Hvað er það að vera með fíknisjúkdóm, hvernig lýsir hann sér og er hægt að halda honum niðri?  Hvað ef ég segi ykkur að með því að vinna í honum þá er hægt að finna leið til þess að bæta sig sem manneskju, finna frelsi og þakklæti í því að vera venjulegur maður á hverjum degi. Vinnan hefur klárlega gert mig betri, gestirnir hafa gert mig betri. Guð gefi mér æðruleysi, til að sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt,kjark til að breyta því sem ég get breytt, og vit til að greina þar á milli 🙏

Om Podcasten

Hugsunin á bak við þetta hlaðvarp ( Podcast ) er að ræða alkóhólismann og öllum þeim ólíku vinklum sem honum tengist. Sjálfur er ég alkóhólisti sem tók minn síðasta drykk árið 2009. Ég er alls ekki sérfræðingur um sjúkdóminn en ég þekki af eigin reynslu hversu öflugur og lævís þessi sjúkdómur er. Af þessari reynslu hef ég lært að þekkja muninn á góðum bata og slæmum bata. Í þessum þáttum sest ég niður með sjálfum mér og öðrum, spjalla um sjúkdóminn og allt það sem honum fylgir. Stóra markmiðið er að aðrir alkóhólistar/fíklar og aðstandendur finni hér einhverja tengingu sem gæti hjálpað.