40 daga verslunarpása. Sælusápur. Vatnavextir í Fljótsdal

Sögur af landi - En podcast af RÚV

Kategorier:

Í Sögum af landi verður farið til Þórshafnar á Langanesi, þar sem spjallað verður við bændur sem reka litla sápu- og kertagerð í bílskúrnum. Heyrum einnig af hverju hjón á Akureyri ákváðu að kaupa ekki inn mat í 40 daga heldur borða frekar það sem þau eiga í hillum, skápum og frystikistu. Í þættinum verður auk þess rifjaður upp örlagaríkur dagur í Fljótsdal fyrir næstum 40 árum þegar þrír menn þurftu að berjast fyrir lífi sínu í miklum vatnavöxtum. Efni í þáttinn unnu Rúnar Snær Reynisson, Gígja Hólmgeirsdóttir og Ágúst Ólafsson. Umsjónarmaður: Gígja Hólmgeirsdóttir.