Akureyri.net tveggja ára, frumkvöðlar á Ísafirði og kúabóndinn Herdís

Sögur af landi - En podcast af RÚV

Kategorier:

Við skreppum í fjós, forvitnumst um frumkvöðlafyrirtæki á Ísafirði og heimsækjum eina minnstu ritstjórnarskrifstofu landsins í þætti dagsins. Við byrjum á að heimsækja blaðamanninn Skapta Hallgrímsson og fræðast um svæðismiðilinn Akureyri.net, sem fagnar um þessar mundir tveggja ára afmæli. Því næst endurflytjum við viðtal Höllu Ólafsdóttur við Dóru Hlín Gísladóttur þróunarstjóra frumkvöðlafyrirtækisins Keracis á Ísafirði. Viðtalið var fyrst flutt hér í Sögum af landi í febrúar 2022. Að lokum skreppum við í fjós á Egilsstaðabýlinu og ræðum við kúabóndann Herdísi Mögnu Gunnarsdóttur um landbúnaðarstörfin og nýja tækni í kynbótastarfi. Efni í þáttinn unnu Þórgunnur Oddsdóttir, Halla Ólafsdóttir og Rúnar Snær Reynisson. Umsjón: Gígja Hólmgeirsdóttir.