Fáskrúðsfjörður, unglingamenning og uppistand

Sögur af landi - En podcast af RÚV

Kategorier:

Fáskrúðsfjörður, unglingamenning og uppistand eru umfjöllunarefni þáttarins. Við byrjum á að forvitnast um nýja bók Smára Geirssonar um sögu Fáskrúðsfjarðar frá landnámi, því næst endurflytjum við viðtal við Heklu Sólveigu Magnúsdóttur um hvernig er að vera unglingur á Akureyri. Að lokum er rætt við Bjarna Hafþór Helgason um sögustundina Hristur ekki hrærður, þar sem hann segir persónulegar og húmorískar sögur í sínu lífi. Efni í þáttinn unnu Rúnar Snær Reynisson, Anna Þorbjörg Jónasdóttir og Ágúst Ólafsson. Umsjón: Gígja Hólmgeirsdóttir