Fuglavernd. Pípulagnir. Fjallaunnandi og Bókakaffi fyrir austan.
Sögur af landi - En podcast af RÚV
Kategorier:
Farið er um víðan völl í þessum þætti. Við byrjum á kynnast Fuglavernd, frjálsum félagasamtökum sem vinna að náttúruvernd. Það er framkvæmdarstjórinn Hólmfríður Arnardóttir sem segir okkur frá samtökunum. Því næst fáum við að kynnast námi í pípulögnum við Verkmenntaskólann á Akureyri. Ræðum þar við Elías Örn Óskarsson, pípulagningarmeistara og kennara við skólann, auk þess sem við heyrum í Birnu H. Bergstað Þórmundsdóttur, nemanda í pípulögnum við VMA. Í seinni hluta þáttar er haldið austur á land. Heimsækjum Bókakaffið Hlöðum í Fellabæ þar sem Gréta Jóna Sigurjónsdóttir fræðir okkur um sögu þessa vinsæla kaffihúss. Að lokum er ferðinni heitið á vinnustofu hönnuðarins Heiðdísar Höllu Bjarnadóttur en hún er mikill fjallaunnandi og nýtir sér fjöll óspart í verkum sínum. Efni í þáttinn unnu: Halla Ólafsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson og Gígja Hólmgeirsdóttir. Umsjón: Gígja Hólmgeirsdóttir.