Fullveldiskaffi. Raufarhöfn. Möðrudalur á Fjöllum
Sögur af landi - En podcast af RÚV
Kategorier:
Við verðum á faraldsfæti í þessum þætti, eins og svo oft áður. Fyrst fræðumst við um fullveldiskaffi hjá þjóðháttafélaginu Handraðanum í Eyjafjarðarsveit, skreppum svo í heimsókn til Raufarhafnar og kíkjum í kaffi í ráðhúsið þar í bæ. Höldum því næst í afmælisveislu í Möðrudal á Fjöllum, þar sem eru meira að segja nýfæddir kiðlingar. Efni í þáttinn unnu Gígja Hólmgeirsdóttir, Ágúst Ólafsson og Þórgunnur Oddsdóttir. Umsjónarmaður: Gígja Hólmgeirsdóttir