Heimstyrjöld á Seyðisfirði

Sögur af landi - En podcast af RÚV

Kategorier:

Í þessum þætti er ferðast aftur til fimmta áratugarins og rifjaðar upp sögur úr stríðinu, meðal annars þegar Þjóðverjar vörpuðu sprengjum á breska tankskipið El Grillo. Það er Seyðfirðingurinn Jóhann Sveinbjörnsson sem segir frá en þegar hann var barn horfði hann á Þjóðverja og Breta berjast í firðinum. Jóhann hefur alla tíð verið hugfanginn af stríðinu og munir í hans eigu gætu fyllt heilt safn og sögurnar heila bók. Rúnar Snær Reynisson heimsótti Jóhann. Efni í þáttinn vann Rúnar Snær Reynisson. Þátturinn var áður á dagskrá 15. september 2019. Umsjón: Gígja Hólmgeirsdóttir