Sögur frá Húsavík
Sögur af landi - En podcast af RÚV
Kategorier:
Í þættinum verður flakkað um Húsavík. Við heimsækjum Örlyg Hnefil Örlygsson og heyrum hvernig gengur að koma upp Júróvisionsafninu. Förum líka í skoðunarferð um Húsavíkurkirkju, þar sem við hittum kirkjuvörðinn auk þess sem við spjöllum við skólameistara Framhaldsskólans á Húsavík sem stödd var í kirkjunni við undirbúning á útskriftarhátíð skólans. Heimsækjum Safnahúsið á Húsavík og kíkjum í matvöruverslunina á staðnum. Að lokum fræðir Tryggvi Finnsson okkur um nýtingu heita vatnsins á Húsavík og aðallega þá hvernig heimamenn hafa nýtt vatnið sér til heilsubótar. Viðmælendur í þættinum eru: Örlygur Hnefill Örlygsson, Valgerður Gunnarsdóttir, Guðbergur Ægisson, Sólrún Sveinbjörnsdóttir, Ásta Lárusdóttir, Björn Ingvarsson og Tryggvi Guttormur Finnsson. Umsjón: Gígja Hólmgeirsdóttir