Átök Tyrkja við Kúrda, starfslok Auðar Dóru og útflutningur á óunnum
Spegillinn - Hlaðvarp - En podcast af RÚV
Kategorier:
Tyrkir hóta að ráðast yfir landamærin og inn í Sýrland og mynda þar svokallað öryggissvæði. Sýrlandsmegin er yfirráðasvæði Kúrda sem berjast gegn Assad Sýrlandsforseta ásamt öðrum stjórnarandstæðingum og hafa verið leiðandi í stríðinu gegn hryðjaverkasamtökunum sem kalla sig íslamskt ríki, eða ISIS, og hafa þar verið bandamenn Bandaríkjamanna og annarra vestrænna þjóða. Á sama tíma þá tortryggja Tyrkir, bandalagsþjóð NATÓ, Kúrda, vilja sem minnst hafa saman við þá að sælda og líta á hersveitir þeirra sem hryðjuverkamenn. Kristján Sigurjónsson talar við Arnar Þórisson. Ég var aldrei pólitísk, fyrr en eftir að ég komst á lífeyrisaldur. Þetta segir Auður Dóra Haraldsdóttir. Hún var þjónustufulltrúi í Íslandsbanka í aldarfjórðung og hætti þar 65 ára. Hún segir ráðstöfunartekjur sínar hafa dregist saman um um það bil hundrað þúsund krónur á mánuði eftir að hún hætti að vinna. Hún greiddi í þrjá lífeyrissjóði og fær 134 þúsund krónur á mánuði eftir skatt, þar af 93 þúsund krónur úr VR. Á móti koma greiðslur frá Tryggingastofnun. Samtals geri þetta 270 þúsund krónur. Arnhildur Hálfdánardóttir talar við Auði. Formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi segir að ekkert sé að óttast vegna útflutnings á ferskum fiski. Formaður verkalýðsfélagsins Framsýnar á Húsavík segir að ef ekkert verði að gert aukist útflutningur. Hundruð starfa séu í húfi. Arnar Páll Hauksson talar við Jens Garðar Helgason, Aðalstein Baldursson, Hólmgeir Jónsson, Vilhjálm Birgisson og Ragnar Kristjánsson.