Orkupakkinn. Amor í algóritmanum. Átök í Bretlandi.

Spegillinn - Hlaðvarp - En podcast af RÚV

Kategorier:

Umræður á Alþingi um þriðja orkupakkann. Arnar Páll Hauksson ræðir við Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur og Ólaf Ísleifsson. Fólk hefur löngum treyst á að kynnast lífsförunautnum í gegnum vini og kunningja, fjölskyldu sína eða vinnustað. En það er að breytast. Samkvæmt nýrri bandarískri rannsókn finna flestir maka sinn á samfélagsmiðlum og snjalltækjum, þar sem algóritmar gegna hlutverki hjúskaparmiðlara. Sigríður Hagalín Björnsdóttir ræddi við Glódísi Guðgeirsdóttur, Steinþór Helga Arnsteinsson, og Arnar Eggert Thoroddsen. Gífurleg ólga er í breskum stjórnmálum eftir að Boris Johnson forsætisráðherra ákvað að senda þingið í frí frá annarri viku september til 14. október. Arnar Páll Hauksson talar við Sigrúnu Davíðsdóttur í London