Uppsagnir hjá 3X á Ísafirði, óbragð af vatni á Akranesi, skógareldar

Spegillinn - En podcast af RÚV

Kategorier:

Spegillinn 18. ágúst 2023 Umsjón: Ásgeir Tómasson Tæknimaður: Kormákur Marðarson Stj?+orn fréttaútsendingar: Annalísa Hermannsdóttir Öllum 27 starfsmönnum Skagans 3X á Ísafirði hefur verið sagt upp og starfsstöðinni verður lokað. Þungbærar fréttir, segir Arna Lára Jónsdóttir bæjarstjóri á Ísafirði, í viðtali við Alexander Kristjánsson Jóhannes Sævar Rúnarsson, forstjóri Strætó, er sannfærður um að innleiða þurfi gjaldtöku fyrir akstur í miðborg Reykjavíkur til að draga úr mengun og jafnvel banna umferð bíla sem menga mikið. Ævar Örn Jósepsson talaði við hann. Akurnesingar kvarta yfir óbragði af neysluvatni. Fyrstu niðurstöður úr sýnum sem tekin voru í dreifikerfi Veitna í gær benda til þess að óhætt sé að drekka vatnið. Ísak Regal ræddi við Jón Trausta Kárason, forstöðumann vatns- og fráveitu hjá fyrirtækinu, og Sigrúnu Ósk Kristjánsdóttur, íbúa á Skaganum. Slökkviliði tókst aðeins að vinna á bálinu á Tenerife á Spáni í dag. Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í borginni Kelowna í Kanada og öllum íbúum bæjarins Yellowknife gert að flýja skógarelda sem brenna á yfir þúsund stöðum í landinu. Ásgeir Tómasson sagði frá. Breski hjúkrunarfræðingurinn Lucy Letby hefur verið sakfelld fyrir að myrða sjö ungabörn og fyrir að reyna að myrða sex til viðbótar. Ísak Regal tók saman. Ákvörðun alþjóðaskáksambandsins, FIDE, um að meina trans konum þátttöku í kvennamótum er skrítin og röng, að mati Gunnars Björnssonar, forseta Skáksambands Íslands. Ari Páll Karlsson ræddi við hann. Það er mikil áskorun að ná utan um notkun og misnotkun á gervigreind í skólastarfi. Það gildir um allan heim en ekkert þýðir að banna segir Katrín Regína Frímannsdóttir, gæðastjóri Háskóla Íslands. Kötturinn er sloppinn úr sekknum. Um ellefu þúsund hafa skráð sig til leiks í Reykjavíkurmaraþoninu á morgun, á Menningarnótt. Margir hlaupa til góðs og safna áheitum fyrir málstað sem stendur þeim nærri. Hlauparar hafa nú þegar safnað yfir hundrað fimmtíu og fjórum milljónum króna.