Þáttur 38, Arnþrúður Karlsdóttir
Unga Fólkið - En podcast af Már Gunnarsson
Kategorier:
Arnþrúður Karlsdóttir hefur ekki hikað við að fara ótroðar slóðir og rutt brautina á fjölmörgum sviðum fyrir konur. Hún var ein af fyrstu lögreglukonum landsins, var í fíkniefnalögreglunni og rannsakaði kynferðisbrotamál hjá rannsóknarlögreglu ríkisins. Mikil íþróttakona og var landsliðsmaður í kvennalandsliðinu í handbolta í áraraðir, háskólamenntaður blaða- og fréttamaður frá Noregi, sjónvarpsfréttamaður og ein af stofnendum Rásar 2. Arnþrúður hefur setið á Alþingi Íslendinga, er lögfræðimenntuð og síðustu tæpa tvo áratugina hefur hún verið eigandi og útvarpsstjóri Útvarps Sögu. Það hefur ekki alltaf verið logn í lífi Arnþrúðar Karlsdóttur. Arnþrúður Karlsdóttir " alltaf í hita leiksins"